
Allt á einum stað:
Fullkomin lausn fyrir lögmenn
Vergo er örugg heildarlausn sérsniðin fyrir lögmenn ásamt öflugri heimildarleitarvél.
Mál eru miðpunkturinn í starfsemi notenda Vergo. Þegar þú býrð til nýtt mál gefur þú því heiti og Vergo úthlutar því númeri. Þú hefur möguleika á að tilgreina aðila máls, málaflokk og aðrar viðeigandi forsendur að vild, þar á meðal málskostnað, skjöl, verkefni og fleira.
Vergo einfaldar ferlið við að halda utan um skjöl og útgáfur þeirra sem tengjast málum og verkefnum, allt saman á einum þægilegum stað. Með notendavænu viðmóti og öflugri leitarvél gerir Vergo þér kleift að leita hratt og auðveldlega að þeim skjölum sem þú þarft. Þetta sparnar tíma og eykur skilvirkni.
Í Vergo er auðvelt að halda utan um tíma, gjöld og útlagðan kostnað fyrir þín mál og viðskiptavini. Við bjóðum upp á ítarlegar vinnuskýrslur sem sundurliða allar færslur, bæði með og án virðisaukaskatts, til að auðvelda yfirsýn og reikningsgerð.
Verkefnaborðið okkar er þar sem allt kemur saman. Það býður upp á skýra yfirsýn yfir öll verkefni, verkþætti og fresti. Þetta tól er ekki bara yfirlitstæki, það er miðstöð þar sem samvinna og framvinda mætast.
Vergo inniheldur sérhæfða leitarvél fyrir réttarheimildir sem sameinar fjölbreyttan gagnagrunn af heimildum í eina yfirgripsmikla leitarvél.
Við bjóðum upp á tengingar við bókhaldskerfi til að stofna sölureikninga. Eins og er bjóðum við upp á tengingar við Payday, DK, Reglu og Business Central (Microsoft Dynamics 365). En við mælum með Payday.is
Einfalt er að vaxtareikna kröfur og eru vextir sóttir beint til Seðlabanka Íslands. Reiknivélin styður marga höfuðstóla og mörg vaxtatímabil með mismunandi vöxtum. Hún getur reiknað vaxtavexti og styður almenna dráttarvexti, skaðabótavexti, óverðtryggða útlánsvexti og fasta vexti. Hægt er að gera innborganir á höfuðstólinn og velja hvort greiðslur fari fyrst til að greiða niður vexti eða beint inn á höfuðstólinn.
Tenging við Sharepoint (Office 365) til að geyma öll skjöl. Þetta gefur þann möguleika að geta unnið í Office skjölum beint úr Vergo hvort sem það er í vefviðmóti eða í Office forritum á vélinni þinni.
Tenging við Outlook (Office 365) til að fá uppástungur um tímaskráningu út frá dagatali og sendum/mótteknum pósti.
Hvað segja notendur um Vergo?
" Vergo hefur reynst okkur gríðarlega vel. Kerfið er áreiðanlegt, einfalt og býður uppá mikinn sveigjanleika. Þá er öll þjónusta í kringum kerfið fyrsta flokks. Vergo hefur gert okkur kleift að móta klæðskerasaumaðar lausnir sem henta þeim áherslum og hugmyndum sem við höfum í okkar rekstri. Það er ómetanlegt. "

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson
Hæstaréttarlögmaður og eigandi hjá Advisor
" Vergo er frábært kerfi til að halda utan um vinnu lögmanna. "

Sveinbjörn Claessen
Hæstaréttarlögmaður og eigandi hjá Landslögum
" Vergo hefur reynst frábært hjálpartæki varðandi allt skipulag og utanumhald við lögmannsstörf. Hefur nýst vel bæði við að halda utan um einstök mál, stilla upp verkferlum og áminningum við vinnu tiltekinna málaflokka, auk þess að halda vel utan um tímaskráningar. "

Kristján B. Thorlacius
Hæstaréttarlögmaður og eigandi hjá Fortis
" Við höfum notað Vergo í mörg ár og erum virkilega ánægð með kerfið. Það er einfalt og fljótlegt í notkun við tímaskráningu en býður einnig upp á fjölmarga aðra möguleika sem allir eru mjög aðgengilegir og skýrir. Til viðbótar við kerfið sjálft er þjónustan við það framúrskarandi þar sem öllum fyrirspurnum er svarað fljótt og vel. "

Daníel Isebarn Ágústsson
Hæstaréttarlögmaður og eigandi hjá Magna
" Vergo hefur reynst okkur afar vel við utanumhald og skipulag á verkefnum. Kerfið er aðgengilegt og einfalt í notkun en býður um leið upp á mikla möguleika. "

Eva Halldórsdóttir
Lögmaður, LLM., eigandi, framkvæmdastjóri hjá LLG Lögmenn
" Ég hef notað Vergo í nokkur ár og prufað önnur kerfi samhliða. Vergo er einfalt og hagkvæmt kerfi sem slær öðrum kerfum út. Kerfið hefur reynst gríðalega vel og hefur aukið hagkvæmni í rekstri og gott utanumhald yfir mál, skráningar í málum og vinnubókhaldi. Kerfið er mjög einfalt og sveigjanlegt sem hentar vel í rekstri á lögmannsstofu og eykur ekki bara hagkvæmni heldur líka skilvirkni við úrsvinnslu mála. "

Sævar Þór Jónsson
Hæstaréttarlögmaður og eigandi hjá Sævar Þór & Partners
Verðskrá
Enginn falinn kostnaður, enginn binditími. Verð án vsk. og pr. notanda.
Vergo Core
Hentar flestum fyrirtækjum
- Verkefni
- Verkliðir
- Tíma og kostnaðarskráning
- Skjalastjórnun
- Tenging við bókhaldskerfi
- Viðskiptavinir
- Greiningar
- Sérkjör og afslættir
- Erlendir gjaldmiðlar
- Greiningar
- Tillögur að tímaskráningu
Vergo Law
Sérsniðið fyrir lögmenn
- Allt í Core pakkanum plús:
- Málaskrá
- Heimildar/rannsóknir
- Sharepoint tenging*
- Outlook tenging
- Vaxtareiknivél
- Sniðmát/Formasafn
- Verkefni og verkferlar
- Umbjóðendur
- Gagnaðilar
- Verkferlar fyrir slysamál
- Aðvörun við hagsmunaárekstrum
- Fleira væntanlegt
Valkvæð
Sharepoint tenging
*Ef þú kýst að hýsa skjölin með Sharepoint þá er innifalið 5GB en hvert GB eftir það kostar 30kr. á mánuði
Við erum hérna til að hjálpa!
Þú getur hringt í okkur á virkum dögum kl 9-11 og 13-17.
Þú getur sent okkur tölvupóst og við munum svara eins fljótt og hægt er.
Heyrðu í okkur ef þú vilt kíkja í heimsókn.
+354 581-1700
vergo@vergo.is
Hallgerðargötu 13 (3.hæð), 105 Reykjavík, Iceland